Stjórnsýslan kvartar undan flóknu regluverki

Full ástæða er til þess að leggja vel við hlustir þegar ekki einungis fulltrúar atvinnulífsins kvarta sáran undan sífellt meira íþyngjandi regluverki frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES), sem eitt og sér ætti að vera nægt tilefni til þess að staldra við og íhuga á hvaða leið við séum með aðildinni að samningnum, heldur einnig fulltrúar stjórnsýslunnar.